Ríki
- Landspítali 2024
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 2021
- Sjúkrahúsið á Akureyri 2023
- Heilbrigðisstofnun Austurlands 2021
- Heilbrigðisstofnun Norðurlands 2023
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2023
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2023
- Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 2021
- Heilbrigðisstofnun Vesturlands 2023
- Embætti Landlæknis 2014
- Sjúkratryggingar Íslands 2016
- Lyfjastofnun 2020
- Háskóli Íslands 2022
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Alzheimersamtökin 2021
- Dalbær 2021
- Grundarheimilin 2021
- Heilsuvernd hjúkrunarheimili 2021
- Hjúkrunarheimilin Eir, Hamrar og Skjól 2021
- Hjúkrunarheimilið Fellsendi 2020
- Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur á Hellu 2021
- Hrafnistuheimilin 2021
- Hornbrekka 2022
- Krabbameinsfélag Íslands 2018
- MS setrið 2021
- Múlabær og Hlíðabær 2020
- Reykjalundur 2022
- SÁÁ 2021
- Sjálfsbjargarheimilið 2021
- Sóltún (Öldungur hf) 2021
- Sólvangur 2021
- Vigdísarholt 2021
- Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 2023
Hvað er stofnanasamningur?
Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli stofnunar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er hluti af miðlægum kjarasamningi. Honum er meðal annars ætlað að tryggja þróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsmanna hennar.
Í stofnanasamningi er samið um grunnröðun starfa í launaflokka og þrep og hvaða þættir og/eða forsendur skuli ráða röðun. Starfslýsing er ein af forsendum röðunar starfa í launaflokka og skal hún endurskoðuð í takt við þróun viðkomandi starfs. Við grunnröðun starfa bætast við persónubundnir þættir til hækkunar, s.s. viðbótarmenntun og starfsreynsla, og tímabundnir þættir sem geta t.d. verið umframábyrgð vegna sérstaka verkefna og/eða frammistaða.
Viðræður um stofnanasamninga fara fram undir friðarskyldu, þ.e. ekki er hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir stofnanasamninga við ríkisreknar stofnanir og stofnanir sem taka mið af kjarasamningsumhverfi ríkisins, þar á meðal stofnanir sem heyra undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.