Fara á efnissvæði
Námskeið

Að lesa í tjáningu ungbarna: Newborn Behavioral Observations (NBO)

Einstakt tækifæri til að auka klíníska færni í ungbarnavernd.

Námskeiðið hefur verið þróað hjá Brazelton Institute í Boston. Farið verður í fræðilegan bakgrunn Að lesa í tjáningu ungbarna (e. Newborn Behavioural Observations (NBO)) og veitt handleiðsla á meðan að færniþjálfun fer fram. Leiðbeinendur eru Unni Tranaas Vannebo, sérfræðingur í hjúkrun og NBO leiðbeinandi í Noregi og Stefanía B. Arnardóttir sérfræðingur í hjúkrun og NBO leiðbeinandi á Íslandi.

Námskeið

30. september og 1. október

Handleiðsludagar

11. nóvember og 7. janúar

Útskrift

7. apríl

Verð

98.000 kr.

Hámarksfjöldi

20 manns

Námskeiðið er í heild 5 dagar auk færniþjálfunar. Það hefst á 2ja daga námskeiði, 30.september og 1. október 2024 frá kl. 9 -16. Síðan verða tveir handleiðsludagar 11. nóvember 2024 og 7. janúar 2025 frá kl 9 -15. Handleiðsludagar snúast um að fylgja eftir færniþjálfun. Þátttakendur þurfa að lesa handbókina, beita aðferðinni og skila «dagálum» um þrjár skoðanir og taka upp myndband af einni skoðun fyrir hvorn handleiðsludag. Námskeiðið nýtist öllum sem starfa með foreldrum og ungbörnum að þriggja mánaða aldri; ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, barnaverndar-starfsmönnum og öðrum meðferðaraðilum.

Markmiðið er að þjálfa fagfólk í að lesa í atferli og tjáningu nýfæddra barna og efla sömu færni hjá nýorðnum foreldrum. Með því eru foreldrar styrktir í að bregðast við þörfum nýfæddra barna sinna á næman og skilningsríkan hátt.

Rannsóknir sýna að NBO sem er framkvæmt með foreldrum sé til þess fallið að draga úr þróun þunglyndis eftir fæðingu og stuðla að jákvæðum og styðjandi samskiptum foreldris/ra og ungbarns 0-3ja mánaða.

Eftir námskeiðs- og handleiðsludaga hefst útskrifarferlið og þá þarf að framkvæma fimm “Að lesa í tjáningu ungbarna” skoðanir með foreldrum í eigin starfsumhverfi. Handleiðsla og stuðningur er veittur í öllu ferlinu. Útskriftardagur 7. apríl 2025, kl. 9 -15. Staðsetning námskeiðs tilkynnt síðar.

Námskeiðið er haldið á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna, HH, Vegmúla 3, Reykjavík. Hámarksfjöldi er 20 manns.

Námskeiðið kostar 98.000 kr og er handbókin innifalin. Skráning fer fram á heimasíðu Heilsugæslunnar http://www.heilsugaeslan.is/um-hh/namskeidsskraningar/faghopar/

Þátttakendur þurfa að koma með dúkku með sér á námskeiðið þar sem fram fer þjálfun í efnisþáttum matsins. Fyrir námskeiðið þurfa þátttakendur að lesa bókina: Understanding Newborn Behavior & Early Relationships (2007) The Newborn Behavioral Observations (NBO) System Handbook Authors: J. Kevin Nugent, Constance H. Keefer, Susan Minear, Lise C. Johnson. Bókin er innifalin í námskeiðsgögnum og fæst afhent fyrir námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Brazelton Centre: http://www.brazeltoninstitute.com/clnbas.html eða hjá Stefaníu B. Arnardóttur hjá stefania.birna.arnardottir@heilsugaeslan.is eða í síma 6617333