- Dagsetning
- 24. mars 2025
Dagskrá aðalfundar
I. Almenn aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla formanns.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5. Árgjald ákveðið.
6. Önnur mál.
II. Fræðsluerindi: Gáfaða dýrið- Sæunn Kjartansdóttir
Sæunn Kjartansdóttir er hjúkrunarfræðingur og sjálfstætt starfandi sálgreinir með langa reynslu af einstaklingsmeðferð og handleiðslu fagfólks. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna, sem nú tilheyrir Geðheilsumiðstöð barna, sem sérhæfði sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna.
Í erindinu verður athyglinni beint að dýrinu í okkur sem er hvorki skynsamt né gáfað. Sé dýrinu afneitað erum við berskjaldaðri fyrir tilhæfulausum ótta sem hefur lag á að trufla samskipti og sjálfsmynd og valda margs háttar vanlíðan. Fjallað verður um ávinning þess að gangast við dýrinu, skilja það og temja.
Bækur Sæunnar eru: Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi (1999), Árin sem enginn man, áhrif frumbernskunnar á fullorðna (2009) Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til (2015) og Óstýriláta mamma mín … og ég (2019). Nýjasta bók hennar er Gáfaða dýrið (2024).
Léttar veitingar eru í boði á fundinum
Öll velkomin, hlökkum til þess að sjá ykkur,
Stjórnin