Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Málþing um viðhaldsmeðferðir - Staða, áskoranir og framtíðarsýn

Matthildur, samtök um skaðaminnkun stendur fyir málþingi um viðhaldsmeðferðir þann 25. september kl. 12:30-16:00, á Hótel Natura í Reykjavík.

Markmið málþingsins er að fara yfir stöðuna á viðhaldsmeðferðum hér á landi, áskorunum og huga að framtíðinni.

Thilo Beck geðlæknir og yfirlæknir geðlækninga við Arud Center for Addiction Medicine í Sviss, mun halda erindi um fjölbreyttar og sértækar viðhaldsmeðferðir ásamt klínísku reynslu sinni og rannsóknum.

Thilo Beck býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á fíknilækningum og viðhaldsmeðferðum og hefur verið yfirlæknir Arud frá 1997. Arud er stærrsta stofnunin á sviði fíknilækninga í Sviss, með 5.000 skjólstæðinga sem glíma við ólíkar vímuefnaraskanir og aðrar fíkniraskanir. Arud veitir m.a. fjölbreyttar viðhaldsmeðferðir og er í dag leiðandi stofnun fyrir viðhaldsmeðferðir í Evrópu.

Einnig verða erindi frá sérfræðingum á Íslandi um viðhaldsmeðferðir.

Staðfest erindi eru frá Geðheilsuteymi fangelsana, Lyfjafræðingafélagi Ísland og SÁÁ. Nánari upplýsingar og dagskrá verða auglýst fljótlega.

Í lok málþings verður pallborð með öllu framsögufólki og umræður.