Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Myasthenia Gravis - Lífsgæði og meðferð

MG félag Íslands hefur skipulagt ráðstefnu, Myasthenia Gravis - lífsgæði og meðferð, sem verður haldin á Grand Hótel frá 8-16, föstudaginn, 27. september 2024. Enginn aðgangseyrir er að ráðstefnunni en skráning tryggir pláss.

Dagsetning

Föstudaginn 27. september

Tími

08:00 - 16:00

Staðsetning

Grand Hótel Reykjavík

Dagskrá

08:00-08:30 Skráning

08:45-09:00 Alma D. Möller landlæknir opnar ráðstefnuna

09:00-09:30 Nils Erik Gilhus, MD, PhD. Prófessor í taugalækningum við háskólann í Björgvin. Norrænar meðferðarleiðbeiningar-hvernig komu þær til. Hvað er MG, mismunandi birtingamyndir og undirtýpur

09:40-10:10 Anna Rosted Punga, PhD. Prófessor í klínískri taugalífeðlisfræði við Háskólann í Uppsölum. Einkennameðferð MG: lyf, hreyfing og fleira

10:20-10:40 Kaffipása

10:40-11:10 Henning Andersen, MD, PhD. Prófessor í taugalækningum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum. Ónæmisbælandi lyfjameðferð-stöðluð meðferð og rituximab. Eftirfylgni með MG sjúklingum, klínískir skalar.

11:20-11:50 Sini Laakso, MD, PhD Háskólasjúkrahúsið í Helsinki MG krísa og hóstakirtilsbrottnám. Nýjar upplýsingar frá Finnlandi.

12:00-13:00 Hádegisverður

13:00-13:30 Marion Boldingh, MD, PhD við Háskólasjúkrahúsið í Osló. MG, fjölskylduáætlanir og meðganga.

13:40-14:10 Linda Kahr Andersen, PT, PhD við Háskólinn í Kaupmannahöfn. Síþreyta, hreyfing og lífsgæði.

14:20-14:50 Lene Klem Olesen, OT, PhD við Háskólann í Árósum. Endurhæfingarþarfir fullorðinna með MG- rannsókn.

15:00-15:20 Kaffipása

15:20-16:00 Pallborð