Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Ráðstefna ICN 2025 í Helsinki

Ráðstefnan verður haldin dagana 9.-13. júní 2025.

Ráðstefna Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) árið 2025 verður haldin í Finnlandi.

Ráðstefnan verður haldin dagana 9.-13. júní 2025 í Messukeskus ráðstefnuhöllinni í Helsinki.

Þetta er í fyrsta sinn frá 2001 sem ICN heldur ráðstefnu á Norðurlöndunum, Fíh hvetur því hjúkrunarfræðinga til að missa ekki af tækifærinu og mæta.

Howard Catton, framkvæmdastjóri ICN, og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, hafa gefið út myndband og hvetja íslenska hjúkrunarfræðinga til að fjölmenna á ráðstefnuna.

Þema ráðstefnunnar 2025 er „Kraftur hjúkrunarfræðinga til að breyta heiminum“ (e. The Power of Nurses to Change the World) sem sýnir fram á hið nauðsynlega hlutverk sem hjúkrunarfræðingar gegna í heilbrigðisþjónustu á öllum sviðum.

Líkt og á fyrri ráðstefnum ICN gefst hjúkrunarfræðingum kostur á að víkka tengslanet sitt, læra af hvor öðrum og kynnast leiðtogum frá öllum heimshornum. Boðið verður upp á fróðleik frá framúrskarandi leiðtogum í hjúkrun.

Árið 2025 fagnar Félag finnskra hjúkrunarfræðinga aldarafmæli sínu, þá verða einnig liðin 100 ár frá því ráðstefna ICN fór síðast fram í Finnlandi.

Skráning

Allar upplýsingar um skráningu má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar.

Undir Fees þá er hægt að sjá hvað skráningargjaldið er, þar sem Fíh er aðili að ICN þá er miðað við Member fee, eða Student fee eftir því sem við á. Smelltu hér til að reikna gengi.

Varðandi gistingu þá er hægt að smella á Accommodation, aðalhótelið er Scandic Grand Central Helsinki í miðbæ Helsinki ásamt fleirum. Til þess að nýta sérstök kjör fyrir ráðstefnugesti þá er smellt á Our platform til að bóka, á það einnig við um hópabókanir.

Ráðstefnan er styrkhæf í starfsmenntunarsjóð Fíh.

Undir FAQ má sjá svör við öllum helstu spurningum sem kunna að vakna við bókun á ráðstefnuna.