Fara á efnissvæði
Námskeið

Seigla, streita, samskipti og meðvirkni

Heildræn nálgun á líðan og heilsu í lífi og starfi. Hótel Héraði, Egilsstöðum dagana 1.- 4. apríl 2025.

Dagsetning
1 - 4. apríl 2025

Skráning er hafin á námskeiðið Seigla, streita, samskipti og meðvirkni sem verður haldið á Hótel Héraði Berjaya - Egilsstöðum dagana 01.- 04. apríl 2025.

Námskeiðin eru vinsæl og þetta er mikilvægt efni sem á erindi dag, í umhverfi sem tekur sífellt hraðari breytingum.

Námskeiðið er í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og hægt er að sækja um endurgreiðslu í starfsmenntunarsjóð Fíh og styrk fyrir ferðakostnaði.

Þetta er ekki bara fræðsla – þetta er upplifun. Unnið er með streitu, seiglu, samskipti og endurheimt með erindum og samtölum, æfingum og viðveru í náttúrunni. Þátttakendur fá bæði þekkingu og verkfæri til að nýta í daglegu lífi og starfi.“

Áhersla er lögð á seiglu, streitu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið, tengsl, meðvirkni - einkenni og áhrif á sambönd og samskipti. Athyglinni er beint að nýrri þekkingu, leiðum og úrræðum, áhrifum streitu og meðvirkni á líðan og heilsu og samskipti í lífi og starfi.

Námskeiðið er m.a. í formi fyrirlestra, æfinga og hópavinnu. Boðið er upp á gómsætan mat, gönguferðir út í náttúruna, núvitundaræfingar, djúpslökun og góða hvíld.

Innifalið: Námskeið, matur og gisting í 3 nætur í nærandi og fallegu umhverfi, djúpslökun (yoga nidra) og einn aðgangur að Vök baðstað.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Verð kr. 188.555 í tveggja manna herbergi og kr. 213.755 í einstaklingsherbergi.

Nánari upplýsingar og skráning: https://www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/is/tilbod/seigla?fbclid=IwY2xjawHo4xpleHRuA2FlbQIxMAABHVg9MkGMtextRtjO8VAFNMg-5BIZd8bg14Po8zIppArofN3qmIRJJ_xwzw_aem_CMKH_JD8BS_Hu7AYOdqyiQ

Viðburðurinn á Facebook: https://www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/is/tilbod/seigla?fbclid=IwY2xjawHo4xpleHRuA2FlbQIxMAABHVg9MkGMtextRtjO8VAFNMg-5BIZd8bg14Po8zIppArofN3qmIRJJ_xwzw_aem_CMKH_JD8BS_Hu7AYOdqyiQ

Dagskráin hefst kl. 11.00 þriðjudaginn 01. apríl. og lýkur kl. 14.00 föstudaginn 04. apríl.

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og hópavinnu. Boðið er upp á gómsætan mat, gönguferðir út í náttúruna, núvitundaræfingar, djúpslökun og góða hvíld.

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir hefur sinnt kennslu, heilsueflingu og forvörnum frá því í Læknadeild HÍ. Kristín kennir við Læknadeild HÍ og HR. Hún situr í Fræðslustofnun og Lýðheilsuráði LÍ. Hún sinnir fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur EMPH og meðferðaraðili í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Gyða rekur eigin stofu, kennir í HR og sinnir auk þess fyrirlestrahaldi og fræðslu. Hún stendur einnig fyrir heilsutengdum málþingum og námskeiðum. Hún hefur iðkað og kennt Zen hugleiðslu í 26 ár.