- Dagsetning
- 16. apríl 2025
- Tími
- 11:00 - 12:00 á íslenskum tíma
Sérstakur fundur í tilefni af Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga undir yfirskriftinni: Hjúkrunarfræðingar okkar. Framtíð okkar. Umhyggja fyrir hjúkrunarfræðingum styrkir efnahaginn.
Fundurinn fer fram 16. apríl 11:00-12:00 (á íslenskum tíma) hér: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_LIaldC6PThe88TAJvBROjw
IND-skýrslan, sem verður kynnt sama dag, mun leggja áherslu á mikilvægt hlutverk heilbrigðs hjúkrunarsamfélags í að efla efnahag, bæta heilbrigðiskerfi og tryggja betri úrlausnir fyrir samfélög um allan heim. Skýrslan mun fjalla um áskoranir sem hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir, svo sem andlega og líkamlega heilsu, vinnuskilyrði og ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki, og sýna fram á hvernig umhyggja fyrir hjúkrunarfræðingum er hagkvæm, m.a. með því að skoða kostnað vegna starfsmannaveltu og skorts á hjúkrunarfræðingum, ásamt dæmum um árangursríkar lausnir.
Að auki mun IND-skýrslan styðja við aðra skýrslu, State of the World’s Nursing, sem verður kynnt 12. maí.
Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar.