Fara á efnissvæði

Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs Fíh - Fjarfundur og í sal

Langar þig að auka líkurnar á styrkveitingu? Komdu á hagnýtt námskeið miðvikudaginn 5. mars milli kl. 14 og 16 þar sem farið verður yfir hvernig gera á vandaða umsókn í B-hluta Vísindasjóðs Fíh. Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.

Dagsetning
5. mars 2025

Marianne Elisabeth Klinke, prófessor og sérfræðingur í hjúkrun, mun leiða þetta námskeið þar sem farið verður yfir mikilvæg atriði sem skipta máli við gerð umsókna í B-hluta Vísindasjóð. Vönduð umsókn eykur líkurnar á styrkveitingu.

Markmið námskeiðsins er að hvetja til og stuðla að, vönduðum umsóknum sem auka líkur á styrkveitingu.

Námskeiðið er frítt og verður haldið miðvikudaginn 5. mars milli kl. 14:00 og 16:00.

Með þessu framtaki fylgir Fíh eftir stefnumiði sínu um eflingu vísindarannsókna í hjúkrunafræði en hún er nauðsynleg fyrir framþróun og framgang fagsins.