Málefni hjúkrunarfræðinga
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Ásamt því að senda þrjár spurningar á öll framboð stóð Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, ásamt breiðfylkingu heilbrigðisstarfsfólks að fundi þar sem fulltrúar framboða svöruðu spurningum um málefni heilbrigðiskerfisins. Tilgangur fundarins var að fá afstöðu flokka til heilbrigðisþjónustunnar og hvernig flokkarnir hyggjast koma sínum stefnumálum í framkvæmd.
Til að fá enn skýrari afstöðu varðandi málefni hjúkrunarfræðinga var framboðunum sendar eftirfarandi spurningar:
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Hér fyrir neðan má sjá svör framboðanna sem hafa svarað, er þeim raðað eftir listabókstaf. Fleiri svörum verður bætt við þegar þau berast. Hægt er að nota hliðarflipann til að finna svör einstakra flokka.
Framsóknarflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Framsókn leggur áherslu á að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks, þar á meðal hjúkrunarfræðinga, til að stuðla að því að þeir haldist lengur í starfi. Flokkurinn vill styðja við nýsköpun og vísindi og stuðla að framþróun þjónustunnar, efla menntun heilbrigðisstarfsfólks með því að auka fjölda námsplássa á heilbrigðisvísindasviði og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með því að tryggja sanngjörn launakjör og góð vinnuskilyrði. Framsókn telur mikilvægt að leita allra leiða til að styrkja mönnun á landsbyggðinni m.a. með því að virkja ívilnanir og endurgreiðslu námslána á skilgreindum svæðum, og jafna þannig aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.
Nýr Landspítali mun bjóða upp á nútímalega og betri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk, sem getur leitt til betri meðferðarúrræða og aukins öryggis. Með nýjum og samræmdum byggingum er hægt að bæta flæði sjúklinga og auka skilvirkni í rekstri spítalans, sem getur leitt til styttri biðlista og hraðari þjónustu. Nýr spítali gerir kleift að innleiða nýjustu tækni og tækjabúnað, sem getur bætt greiningu og meðferð sjúklinga. Betri aðstaða og vinnuumhverfi getur gert spítalann aðlaðandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sem getur hjálpað til við að fjölga starfsfólki og bæta þjónustu. Þá getur Nýr Landspítali stuðlað að samþættingu heilbrigðisþjónustu, þar sem mismunandi deildir og sérfræðingar vinna saman á einum stað, sem getur bætt heildræna umönnun sjúklinga. Bygging nýs Landspítala er því mikilvæg til að tryggja að heilbrigðisþjónustan á Íslandi sé í takt við nútímakröfur og geti mætt þörfum íbúa á skilvirkan hátt.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingar í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Að nýta menntun og sérþekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls er mikilvægur þáttur í því að bæta skilvirkni og gæði þjónustunnar. Framsókn styður aðgerðir sem miða að því að víkka starfssvið sérfræðinga í hjúkrun, sem getur leitt til betri nýtingar á mannauði og aukinnar hagræðingar í heilbrigðiskerfinu. Með því að styðja við þróun og nýsköpun innan heilbrigðisþjónustunnar er stefnt að því að bæta starfsumhverfi og þjónustu fyrir alla.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Framsókn leggur áherslu á að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir innflytjendur, þar á meðal hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa. Flokkurinn vill innleiða hvata til íslenskunáms og tryggja rétt innflytjenda til íslenskunáms á vinnutíma, þeim að kostnaðarlausu. Einnig er lögð áhersla á að bæta aðgengi að upplýsingum fyrir fólk sem vill setjast að á Íslandi, á helstu tungumálum. Framsókn vill efla samfélagsfræðslu sem hluta af inngildingu í íslenskt samfélag og auka þekkingu innflytjenda á eigin réttindum, tækifærum og skyldum.
Viðreisn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Það er ljóst að við þurfum bæði að bjóða hvata til að auka áhuga fólks á að mennta sig sem hjúkrunarfræðinga og hvata til þess að halda þeim sem lengst í starfi. Auðvitað hangir þetta að miklu leyti saman. Launakjör, tækifæri til að þróa sig í starfi og starfsaðstæður að öðru leyti. Viðreisn hefur alla tíð talað fyrir því að skoða kerfið í heild sinni. Ef við höfum ekki efni á að borga fagfólki í heilbrigðiskerfinu mannsæmandi laun og bjóða mannsæmandi starfsumhverfi, hvort sem er húsnæði eða álag, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að bjóða fólki mannsæmandi heilbrigðisþjónustu.
Raddir hjúkrunarfræðinga þurfa að hafa meira vægi þar sem ákvarðanir eru teknar og Viðreisn vill til dæmis í því skyni fá hjúkrunarfræðinga, sem og fulltrúa annarra fagstétta í greininni, í meira mæli inn í ráðuneytið. Þetta er viðvarandi áskorun ekki átaksverkefni sem hægt er að stökkva í þegar stefnir í óefni.
Að lokum er rétt að rifja upp að fyrir nokkrum árum fékk Viðreisn tillögu sína um bætt kjör kvennastétta samþykkta á Alþingi. Tillagan snerist í stuttu máli um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins ynnu svokallaða þjóðarsátt umleiðrétt kjör þeirra kvennastétta sem setið hafa eftir þegar kemur að kjaramálum. Málið var svæft í meðförum fráfarandi ríkisstjórnar en Viðreisn mun halda vinnunni áfram þegar hún kemst í aðstöðu til þess.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingar í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það er einfaldlega sóun að nýta ekki menntun hjúkrunarfræðinga eins og kostur er í kerfinu. Þess utan er líklegt að sú sóun ýti undir óánægju hjúkrunarfræðinga í starfi og mögulega brotthvarfs.
Viðreisn vill nýta þær rannsóknir sem til eru um þetta efni sem grunn til samstarfs við aðrar heilbrigðisstéttir um breytingar. Meiri áhrif innan ráðuneytis heilbrigðisstétta myndu skerpa á slíkri vinnu.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Á sama tíma og Viðreisn styður að hjúkrunarfræðingar sem hingað flytja búferlum geti starfað hér við það fag sem þeir hafa menntað sig til séu öll tilskilin gögn til staðar og tungumálakunnátta ekki hamlandi.
Kerfisbundnar ráðningar hópa hjúkrunarfræðinga annars staðar frá til að bæta upp skort á hjúkrunarfræðingum hér eru hins vegar skyndilausn sem Viðreisn styður ekki. Nærtækara væri að nota hvata til að fjölga fólki hér í hjúkrunarfræðinámi og til þess að starfa við fagið hér.
Sjálfstæðisflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks þarf að vera áhugavert og eftirsóknarvert. Minnka þarf álag þar sem bráðaþjónusta er veitt með því að efla samstarf milli heilbrigðisstofnana, efla fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu, auka nýsköpun í velferðarþjónustu, fjölga endurhæfingarúrræðum og taka á fráflæðisvanda með því tryggja aðgengi að hjúkrunarheimilum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram fjölþættar lausnir til að mæta skorti á fagmenntuðu fólki í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta menntun í heilbrigðisgreinum og fjölga nemendum. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða heilbrigðismenntuðu fólki, sem snýr aftur heim úr námi erlendis frá skattaívilnanir. Þannig má leitast við að tryggja að fólk sjái hag af því að flytja aftur heim að námi loknu. Lögð verði áhersla á að bæta starfsumhverfi til að draga úr álagi á viðkvæmar starfsstéttir og laða að nýtt fólk. Ekki er því síður mikilvægt að klára byggingu nýja Landspítalans. Með aukinni nýsköpun og fjölbreyttum rekstrarformum, bæði í mennta- og heilbrigðiskerfi, hyggst flokkurinn skapa betra umhverfi fyrir fagfólk.Við trúum á að markvissar aðgerðir í menntun og starfsskilyrðum leiði til betra jafnvægis milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði, sérstaklega í greinum sem nú glíma við mikinn skort.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að í landinu sé öflugur hópur sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, annars heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisfyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að allar heilbrigðisstéttir og reynsla þeirra fái notið sín með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Aukin nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu geta tryggt bestu nýtingu ólíkrar menntunar og reynslu mismunandi heilbrigðisstétta.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á farsæla aðlögun erlendra hjúkrunarfræðinga og annarra innflytjenda að íslensku samfélagi. Við höfum lagt áherslu á að fólk sem kemur erlendis frá til að starfa fái menntun sína metna hér á landi. Þá skiptir máli að auðvelda fólki leið inn í háskóla ef þörf er á frekari menntun til að uppfylla starfsskilyrði á Íslandi og byggja þannig brýr til starfsréttinda. Mikilvægt er að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir þá sem flytjast hingað til lands til að starfa, sem auðveldar þeim að taka fullan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði. Það er lykilatriði svo vel takist upp við aðlögun að íslensku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig tryggja að réttindi erlendra starfsmanna séu virt og að þeim sé boðið upp á öryggi og réttlát kjör. Sjálfstæðisflokkurinn lítur því á móttöku og aðlögun erlends heilbrigðisstarfsfólks sem mikilvægt skref til að mæta aukinni þörf fyrir fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk og tryggja að það fái nauðsynlega aðstoð til að aðlagast íslensku samfélagi.
Flokkur fólksins
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Við ætlum að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til muna með því að leysa útskriftarvanda Landspítalans – það verður að byggja hjúkrunarrými svo fólk þurfi ekki að liggja á göngum Landspítalans á meðan það bíður eftir úthlutun rýmis. Við viljum stækka bráðamóttökuna í Fossvogi og manna hana mun betur. Auk þess viljum við grípa til aðgerða til að fjölga legurýmum á Landspítalanum.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Við treystum fagfólki til að móta stefnu sinnar stéttar og því treystum við hjúkrunarfræðingum ef þeir telja þetta réttu leiðina til meiri árangurs.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Það verður að efla íslenskukennslu til erlendra hjúkrunarfræðinga sem hingað koma. Gera verður lágmarkskröfur um íslenskuþekkingu og bjóða uppá grunnnámsskeið til að tryggja þær lágmarkskröfur.
Sósíalistaflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Okkur í Sósíalistaflokk Íslands finnst mjög mikilvægt að við hér á Íslandi búum við gott heilbrigðiskerfi. Gott heilbrigðiskerfi þar að vera gott bæði fyrir almenning eða notendur kerfisins sem og gott fyrir fólkið sem veitir þjónustuna. Í okkar stefnum leggjum við áherslu á það að vinnustaðir séu lýðræðisvæddir í meira mæli þannig að starfsfólk hafi sitt að segja um vinnuaðstæður sínar. Þannig teljum við að hjúkrunarfræðingar búi sjálfir yfir bestu lausnunum þegar kemur að því að leysa vandamálin sem liggja í því að fólk haldist ekki nægilega vel í starfi. Það þarf því að byrja á því að ræða við fagfélag hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem starfa innan heilsugæslu og spítalanna. Í kjölfarið þarf svo að fara í þær aðgerðir sem út úr slíku samtali koma.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það liggur fyrir hjá alþjóðastofnunum og í stenfumótun hjúkrunarfræðinga og annarra að víkkað starfssvið haldi hjúkrunarfræðingum frekar í starfi. Svo sú leið þykir okkur skynsamleg ásamt fleiri aðgerðum sem miða að sama marki.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Okkar stefna í móttöku innflytjenda og menntastefnu er að veita fólki raunfærnimat þegar við á og að veita inngildandi menntun og þar með Íslenskukennslu ef vantar uppá svo fólk geti starfað innan ákveðinna greina.
Lýðræðisflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Stjórnskipun Íslands byggist á þrískiptingu valdsins og beinist hlutverk þeirra sem sitja sem fulltrúar kjósenda á Alþingi að þeim atriðum sem við koma löggjafarvaldinu þ.e. að semja lög og þingsályktunartillögur m.a. um heilbrigðismál. Heilbrigðisstéttir landsins starfa eftir Lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá 27. mars 2007. Landlæknir gefur út starfsleyfi og hefur eftirlit með störfum hjúkrunarfræðinga sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Ráðherra skal, að fengnum tillögum landlæknis og að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisstéttir, kveða á um reglugerð um faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu á einstökum sviðum.
Þau atriði sem Lýðræðisflokkurinn (X-L) mun leggja áherslu á er að heilbrigðisráðuneytið setji sem fyrst lágmarks viðmið um mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum í nánu samstarfi við stjórnendur þeirra stofnana þó svo gerð slíkra viðmiða séu ekki áskilin með beinum hætti í Lögum um heilbrigðisþjónustu. Við munum einnig láta framkvæma ítarlega könnun meðal hjúkrunarfræðinga á kjörum þeirra, vinnuálagi og aðbúnaði á vinnustöðum með það fyrir augum að geta með ýmsum hætti bætt kjör þeirra, starfsaðstöðu og ánægju í starfi. Við teljum að fjölga þurfi hjúkrunarnemum og auka valmöguleika þeirra. Lýðræðisflokkurinn hvetur til aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sem eykur mjög á starfsmöguleika hjúkrunarfræðinga á ýmsum sviðum.
Persónulega teljum við að grunnlaun/dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu of lág, en það er í hendi samninganefndar Hjúkrunarfélagsins að semja um það.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Lýðræðisflokkurinn telur að það eigi að aðlaga starfssvið hjúkrunarfræðinga í ljósi þróunar og framfara í læknisfræði og tækni og að þróun starfa hjúkrunarfræðinga hér á landi verði í samræmi við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum að því leyti sem það er raunhæft og hefur gefið góða raun. Slíkar breytingar þurfa að sjálfsögðu að vera gerðar í sátt og í samvinnu við aðrar klíniskar heilbrigðisstéttir.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Ísland er aðili að EES-samningnum en hornsteinar hans eru frjálst flæði vöru, fólks, fjármagns og þjónustu. Vegna ákvæða EES-samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki staðið á móti eða hindrað innflutning á erlendu vinnuafli innan EES-svæðisins. Lýðræðisflokkurinn telur að það eigi að vera algjört skilyrði fyrir veitingu starfsleyfa klínískra heilbrigðisstétta hér á landi að viðkomandi umsækjandi fari á námskeið og geti talað íslensku áður en hann hefur störf. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum.