- Hvenær?
Föstudaginn 22. nóvember kl. 12:00
- Hvar?
Félagsaðstaða Sjúkraliðafélags Íslands, Grensásvegur 16 (gengið inn bakatil)
- Hvernig?
Fundinum verður einnig streymt beint á mbl.is
- Fundarstjóri
Eyrún Magnúsdóttir
Tilgangur fundarins er að stuðla að upplýstri umræðu um heilbrigðismál með áherslu á:
- Afstöðu flokka til heilbrigðisþjónustunnar
- Hvernig flokkarnir hyggjast koma sínum stefnumálum í framkvæmd
Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks samanstendur af: Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélagi Íslands, Sjúkraliðafélagi Íslands, Félagi sjúkraþjálfara, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi lífeindafræðinga, FÍN, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Ljósmæðrafélagi Íslands, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Tannlæknafélagi Íslands, Visku og Lyfjafræðingafélagi Íslands.
Á fundinn voru til svara Alma Möller frá Samfylkingunni, Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri grænum, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn, Jón Ívar Einarsson frá Miðflokknum, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum, Willum Þór Þórsson frá Framsóknarflokknum og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frá Pírötum.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að taka þátt, hvort sem er á staðnum eða í gegnum streymi, til að sýna samstöðu og áhuga á þessum mikilvægu málum.