Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram 12. maí í Norðurljósasal Hörpu og á Teams. Þetta er í annað skiptið sem notast er við fjarfundabúnað og rafrænar kosningar til að leyfa félagsfólki um allt land og víðar að taka þátt. Þetta fyrirkomulag reynst vel í bæði skiptin og er því útlit fyrir að það verði eins um ókomna framtíð þar sem aðalfundur er æðsta vald félagins, hjúkrunarfræðingar eru ekki bundnir við höfuðborgarsvæðið og mikilvægt er að allt félagsfólk geti tekið þátt. Þátttaka félagsfólks er forsenda fyrir öflugu fag- og stéttarfélagi.
Fundargerð, dagskrá og fundargögn
Fundargerð
PDF, 2.7 mb
Dagskrá
PDF, 297.5 kb
1.0 Kosning fundarstjóra og ritara
PDF, 87.3 kb
2.0 Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
PDF, 4.1 mb
3.0 Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
PDF, 572.8 kb
4.0 Ákvörðun um félagsgjöld
PDF, 80.3 kb
5.0 Afgreiðsla markmiða og starfsáætlunar næsta starfsárs
PDF, 197.9 kb
6.0 Ákvörðun um laun stjórnar, sjóða og nefnda
PDF, 109 kb
7.0 Kjör í stjórn, nefndir og ráð
PDF, 190.5 kb
8.0 Tillögur til lagabreytinga
PDF, 70.2 kb
9.0 Önnur mál
PDF, 719.7 kb
Ályktanir
PDF, 178.1 kb
Rannsóknarstyrkir B-hluta Vísindasjóðs
PDF, 310.9 kb
Hvatningarstyrkir
PDF, 228.9 kb
Áherslur Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, í ár settu mark sitt á upphafsávarp fundarins þar sem Guðbjörg Pálsdóttir formaður beindi kastljósinu á framtíð hjúkrunarfræðinga. Sagði hún að tími væri kominn til að yfirvöld hér á landi, sem og víðar, fjárfestu í hjúkrunarfræðingum og meti virði starfa þeirra að fullu.
Kynnt var skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári sem tók mið af starfsáætlun sem samþykkt var á aðalfundi í fyrra.
Hafdís Böðvarsdóttir fjármálastjóri gerði grein fyrir reikningum félagsins árið 2022 og kynnti hún breytta framsetningu ársreiknings sem gerir ársreikninginn auðlæsilegri en áður. Reikningurinn var staðfestur án athugasemda frá endurskoðendum, skoðunarmönnum, stjórn og aðalfundi. Ákveðið var að halda félagsgjöldum óbreyttum.
Framboð til stjórnar
Í framboði sem aðalmenn í stjórn voru þrír aðilar og einn varamaður. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar buðu sig fram og voru sjálfkjörnir.
Aðalmenn
Ásdís M Finnbogadóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir
Varamenn
Kristófer Kristófersson
Ritnefnd
Í ritnefnd var auglýst eftir fjórum framboðum. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar buðu sig fram og voru sjálfkjörnir:
Sölvi Sveinsson, Helga Pálmadóttir, Sigrún Sunna Skúladótti og Þóra J. Gunnarsdóttir
Kjörnefnd
Í kjörnefnd var auglýst eftir þremur fulltrúm og einum til vara. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar buðu sig fram og voru sjálfkjörnir:
Fulltrúar
Ólöf Árnadóttir, Ása Atladóttir og Ólafur G. Skúlason
Varafulltrúi
Kolbrún Gísladóttir
Orlofsnefnd
Í orlofsnefnd var auglýst eftir fimm fulltrúum. Sex voru í framboði. Kosið var um fimm fulltrúa og niðurstaða kosninga var eftirfarandi:
Heiða B. Gunnlaugsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Ása María Guðjónsdóttir, Inga Valborg Ólafsdóttir og Margrét Halldórsdóttir.
Styrktarsjóður
Í styrktarsjóð var auglýst þremur aðalfulltrúum og tveimur varafulltrúum. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar buðu sig fram og voru sjálfkjörnir:
Fulltrúar
Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Rut Gunnarsdótti og Svanlaug Guðnadóttir
Varafulltrúar
Kristrún Þorkelsdóttir og Tryggvi Hjörtur Oddsson
Skoðunarmenn reikninga
Kjósa þarf tvo skoðunarmenn reikninga árlega. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar buðu sig fram og voru sjálfkjörnir og voru sjálfkjörnir:
Herdís Herbertsdóttir og Þórgunnur Hjaltadóttir
Í starfsáætlun stjórnar fyrir næsta ár koma fram fjórar megináherslur sem þjóna félagsfólki. Áhersla við gerð kjarasamninga er á virði starfa og unnið verður að því að fá mönnunarviðmið tryggð í heilbrigðiskerfinu.
Helga Bragadóttir lagði fram bókun um breytingu á skráningu fag- og landsvæðadeilda. Sameining er um að breytinga er þörf en mikinn undirbúning þarf til að leiða til lykta þess lags breytinga og verður meðal fyrstu verka nýrrar stjórnar að fylgja því eftir.
Tvær ályktanir voru lagðar fram og voru þær báðar samþykktar einróma.
Ályktun 1
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 12. maí 2023 skorar á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Núverandi kjarasamningur rennur út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings er nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði eru nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf.
Ályktun 2
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 12. maí 2023 hefur þungar áhyggjur af þeim hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Tæplega 67% hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu 2 árum og flestir nefna starfstengt álag. Ef stjórnvöld bregðast ekki við ákalli hjúkrunarfræðinga er hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu.
Hátíðardagskrá á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga
Sérstök hátíðardagskrá í tilefni Alþjóðlegs dags hjúkrunarfræðinga tók við af loknum aðalfundarstörfum. Sigga Eyrún, Bjarni Snæbjörns og Kalli Olgeirs spiluðu nokkur bráðskemmtileg lög fyrir viðstadda.
Ný heimasíða félagsins var formlega opnuð og fór Ari Brynjólfsson kynningarstjóri félagsins yfir nokkrar breytingar á vefnum, má þar helst nefna bætt viðmót og leit í kjarasamningum. Að því loknu tóku við ávörp. Ávörpin fluttu:
Kristófer Kristófersson, fulltrúi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga
Ingunn Stefánsdóttir, formaður Curators, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands
Erla Salome Ólafsdóttir, formaður Eirar, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri
Ólafía Daðadóttir, fulltrúi nýútskrifaðra úr námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands - önnur háskólagráða
Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga