Fara á efnissvæði
Frétt

Hlutu rannsóknarstyrk B-hluta Vísindasjóðs

Sautján öflugir hjúkrunarfræðingar hlutu rannsóknarstyrk B-hluta Vísindasjóðs á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2023 í Hörpu. Sjóðurinn styrkir rannsóknir og fræðaskrif hjúkrunarfræðinga.

Sautján öflugir hjúkrunarfræðingar hlutu rannsóknarstyrk B-hluta Vísindasjóðs á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2023 í Hörpu. Sjóðurinn styrkir rannsóknir og fræðaskrif hjúkrunarfræðinga.

Hér er yfirlit yfir styrkhafana í ár:

Elín Arnardóttir

Mat á áhættu á að fá sykursýki tegund 2 og áhrif af hjúkrunarstýrðri fræðslu innan heilsugæslu.

Hrönn Birgisdóttir

Gæði og gæðamat á gjörgæsludeildum – rýnihóparannsókn.

Herdís Sveinsdóttir

Líðan dagaðgerðarsjúklinga á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri

Hrund Scheving Thorsteinsson

Gagnreyndir starfshættir, fagleg og siðferðileg hæfni, streita og námsumhverfi nemenda á lokaári í hjúkrun við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri

Hugrún Hilmarsdóttir

Hækkandi aldur móður og útkomur nýbura á Íslandi á 10 ára tímabili – Lýðgrunduð gagnagrunnsrannsókn á gögnum úr fæðingaskrá Íslands

Katrín Blöndal

Að hafa sjúklinginn í öndvegi: Eigindleg rannsókn á mati hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hjúkra aðgerðasjúklingum, á starfsumhverfi sínu og á hjúkrun sjúklinga í því umhverfi

Marianne E. Klinke

Klínískt mat og skimun fyrir gaumstoli hjá sjúklingum með heilablóðfall

Marianne E. Klinke

FAST - hetjur 112 – árangur af þekkingu almennings á einkenni heilaslagsslags, forvarnir og fyrstu viðbrögð þegar einkenni gerir vart við sig, fyrir og eftir fræðsluíhlutun

Matthildur Birgisdóttir

Sykursýkismóttaka: Eftirfylgni og árangur meðferðar hjá fólki með sykursýki gerð 2 innan tveggja sykursýkismóttaka á heilsugæslustöðvum

Rebekka Héðinsdóttir

Reynsla hjúkrunarstjórnenda í deildarstjórastöðu af störfum sínum í heimsfaraldri af völdum Covid-19

Sigríður Lilja Magnúsdóttir

Gjörgæslutengdar blóðsýkingar á Landspítala og reynsla hjúkrunarfræðinga af sýkingavörnum innan gjörgæsludeilda: Rannsókn með blandaðri aðferðafræði

Sigríður Zöega

Algengi og áhættuþættir fyrir naloxone notkun hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala

Sjöfn Kjartansdóttir

Hvetjandi og hindrandi þættir við innleiðingu heilasírits í gjörgæslu að mati fagfólks

Soffía Scheving Thorsteinsson

Minningar sjúklinga tveimur árum eftir útskrift af gjörgæslu: Blönduð rannsókn um tengsl minninga frá gjörgæsludvöl og sálræns heilsufars

Sonja Brodsgaard Guðnadóttir

Reynsla einstaklinga af heilkenni og sálfélagslegri líðan tengdum rakaskemmdum húsum

Svana Katla Þorsteinsdóttir

Höfuðáverkar barna: Lýsandi rannsókn á algengi, nýgengi, orsökum áverka og endurkomum sjúklinga innan á Landspítala á árunum 2010 til 2021

Valdís Ösp Jónsdóttir

Reynsla þolenda kynferðisofbeldis af þjónustu neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri

Vilhelmína Þ. Einarsdóttir

Flókin samskipti í heimaþjónustu